24.09.2008 - Klettaklifur

Klettaklifur

Við skelltum okkur auðvitað aðeins í hamarinn af og til í sumar, sem er nú varla frásögum færandi nema kannski núna þegar það er gúrkutíð fjallamanna vegna veðursins. Eins og Addi orðar það svo skemmtilega að haustin eru tími afmælanna og brennivínsins.

En við erum orðnir óþreyjufullir að komast í smá meira action þar sem veturinn nálgast. Ég tók til nokkrar myndir úr einhverjum ferðum í Valshamar síðan í sumar svona til að halda smá lífi í þessu. Var að prufa mig áfram með ljósmyndatækni í klifri og er kominn með ágætis tækni í 'ljósmyndaralínu'. Allavega var ég aðeins að prufa þetta í hamrinum í sumar og tókst ágætlega til. Hlakka mikið til að nota þetta í vetrarklifrinu nú þegar byrjar að kólna.

Set hér inn nokkrar af þeim myndum sem við tókum.

Myndir


Þín skoðun

Ólafur Georg skrifaði þann 26.09.2008 Klukkan 19:54

þessar myndir gefa mér fiðring í siggið! :)

Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 09.10.2008 Klukkan 20:48

hehe já er það ekki..

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu