16.12.2008 - Ísklifur

Jólaklifur Ísalp

Jólaskíðunar- og jólaklifurdagur Ísalp var haldinn laugardaginn 13. des. Hópur fólks var mætt niður í klifurhús um morguninn og fór einn hópur í Skarðsheiði í fjallaskíðun og sögur segja að þar hafi þau fundið svakalegar skíðalænur!

Við komum 3 saman úr okkar teymi, Gummi St., Addi og Gummi minni og héldum með öllum hinum helmössuðu klifuröpunum inní Múlafjall þar sem við stefndum á Rísanda með Stíganda sem backup. Eftir góðan múlabrekkugöngutúr komum við uppað Rísanda í hundblautum slabbaðstæðum og ákváðum því að kíkja inní Leikfangalandið þar sem við komum að Stíganda í enn verri aðstæðum en Rísandi. Eina leiðin þarna sem okkur fannst vera í aðstæðum var Botnlanginn.

Við töltum þangað uppeftir, létum hópinn vita af aðstæðum okkar megin og klifruðum upp Botnlangann sem er auðveldur og þægilegur 3gr ísfoss. Erfiðast var að finna festur uppá brún til að setja upp akkeri þar sem einungis þurr snjór var yfir öllu og steinarnir allir lausir. Ég náði þó að koma öxunum báðum fyrir og svo eina hnetu á milli einu föstu steinanna á svæðinu.

Næst kom Addi upp, en Gummi varð fyrir því óláni að brjóta klifurbroddana undan skónum í miðri leið þannig að hann seig aftur niður. Eftir þessa leið fórum við til hinna sem voru á mixsvæðinu góða við hliðiná Íste og Pabbaleiðinni, þar var Gulli að leiða skelþunna ísleið og tók svo marga upp í toprope á eftir sér og skellti ég mér í eina ferð þar upp.

En það er komin tími á að hætta að skrifa einhverja vitleysu og koma með myndirnar. Ég vill þakka fyrir mig, mjög gaman að hittast svona mörg og fara saman að klifra!

Myndir


Þín skoðun

Björgvin Hilmarss. skrifaði þann 14.12.2008 Klukkan 23:41

Yeah!... svalar myndir.

Skabbi skrifaði þann 15.12.2008 Klukkan 00:10

Takk fyrir síðast kall. Geðveikar myndir eins og alltaf. Bendi þér á að það sem þið kallið gjarnan Íssól er í raun og veru hin klassíska leið Íste. Íssól er í Kaldakinn.

Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 15.12.2008 Klukkan 09:42

Takk fyrir þetta Skabbi, þetta rennur svoldið saman í huganum... en er komið í lag.

Hædí skrifaði þann 16.12.2008 Klukkan 00:17

Töff myndir og töff síða. :)

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu