01.01.2010 - Ísklifur

55 gráður

Ísklifur á síðasta degi ársins 2009. Við fórum fjórir saman í gamlársklifur í 55° í Búahömrum. Einhverjir voru að hlaupa aðeins frá undirbúningi fyrir kvöldið, hvort sem það var að taka til fyrir nýárspartýið eða elda góðan mat fyrir gesti kvöldsins. Þetta voru Arnar Jónsson, Guðmundur Freyr Jónsson, Guðmundur Sveinbjörn Ingimarsson og Haraldur Örn Ólafsson.

Við réðumst strax til atlögu við 55° og þar sem við vorum fjórir þá vorum við með þrjár línur og fór Gummi St. með 2 þeirra upp leiðsluna og svo fór þriðji maður með þriðju línuna upp til að taka þann fjórða. Við héldum upp vinstra haftið, bakvið kertið góða og svo upp ísaðan klett rétt ofanvið kertið góða. Tókum það í 2. spönnum þar sem rope-drag hefði ekki verið fýsilegur kostur efst þarsem línan fór gegnum hellinn. Í millistansinum fengum við svo að takast á við mjög skemmtilega og hressandi línuflækju sem tók svona 15-20 mín. að leysa...

Þetta var bara nokkuð ljúft og skemmtilegt. Ég tryggði alveg við brúnina því þar var besta festan fyrir akkeri, og þegar Haraldur kom á eftir mér fór hann strax ofar í brekkuna á fast. Á þeirri leið steig hann gegnum ísbrynju fulla af vatni sem kom í flóði niður á stansinn og bleytti línurnar duglega. Þetta kom skemmtilega á óvart, en þetta vatn hefði búið til mikinn ís.

Þegar allir höfðu komist upp var haldið yfir í Tvíburagil sem var alveg pakkað í ís og hef ég ekki séð svona mikin ís þar áður. Þó var enginn ís í leiðinni Helvítis fokking fokk. En fullt í hinum leiðunum við Ólympíska.

Gleðilegt nýtt klifurár öllsömul. Þessi nýárshelgi verður svo tekin alvarlega og klifrað helst báða daganna.

kveðja, Gummi St.

Myndir


Þín skoðun

Eduardo Minte fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 21.10.2010 Klukkan 14:43

Absolutely amazing photos, beautiful place, beautiful climbing, lovely weather... what else can you ask for?

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu