31.01.2009 - Annað

Bergmenn

Hinn landsþekkti klifrari og UIAGM-IFMGA Fjallaleiðsögumaður Jökull Bergmann hefur sagt kreppunni stríð á hendur og sett í loftið nýja heimasíðu www.bergmenn.com fyrir fjallaleiðsögufyrirtækið sitt Bergmenn - Fagmenn í fjallaleiðsögn.Þetta er alger nýjung í framboði á fjallaferðum á Íslandi þar sem mikil áhersla er lögð á t.d Þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga þar sem
dýrmætum erlendum gjaldeyri verður dælt inní landið. Þarna er samankomið eitt besta safn ljósmynda og efnis um fjallamennsku hverskonar á Íslandi en þó með sérstakri áherslu á fjallaskíðaferðir, þyrluskíðun, ísklifur og Alpaferðir. Jökull býður uppá magnað úrval ferða á Íslandi sem og sérsniðnar Alpa ferðir fyrir Íslendinga, en hann er eini Íslendingurinn
sem hefur starfsréttindi í Evrópsku Ölpunum. Jökull náði þeim merka áfanga á síðasta ári að verða fyrsti Íslendingurinn til að útskrifast með hina gríðarlega virtu alþjóðlegu UIAGM-IFMGA Fjallaleiðsögumanna gráðu. Þetta er árangur yfir tíu ára þrotlausrar þjálfunnar og prófaferlis sem er án efa eitt það erfiðasta í heiminum þar sem aðeins um 10? þeirra sem hefja námið ná að ljúka fullum réttindum. Jökull starfar víðvegar um heiminn við fjallaleiðsögn allt árið um kring m.a í Kanada yfir köldustu vetrarmánuðina í þyrluskíða leiðsögn, á Íslandi á vorin í fjalla og þyrluskíðaferðum. Jökull hefur einnig um árabil boðið uppá ferðir á Hvannadalshnúk og fleiri fjöll á Íslandi. Alparnir, Afríka, Suður Ameríka og Nepal eru einnig á lista yfir þá staði sem Jökull starfar reglubundið á.
www.bergmenn.com
___________________

Jökull hefur kennt okkur; á Mixklifurnámskeiði í janúar '07 og mér á sprungubjörgunarnámskeiði FÍ síðasta vor. Hann byggir á miklum viskubrunni þar sem hann hefur verið á kafi í fjallamennsku af miklu kappi þessi 16 ár sem hann hefur verið að undirbúa sig undir og svo að klára leiðsögumannaprófið.

Á þessum námskeiðum lærir maður mjög mikið, ekki eingöngu í því sem námskeiðið á nákvæmlega að fjalla um, heldur einnig allskonar tæknileg atriði, ýmis beiting þeirra verkfæra sem fjallamenn hafa við hendina ásamt öryggisatriðum.
Ég mæli tvímælalaust með því að leita til hans, hvort sem þig langar að læra kletta- eða ísklifur, hvernig skal varast snjóflóð eða vantar einhvern til að fara með þig á Hvannadalshnjúk, Hrútfjallstinda, Þverártindsegg eða Hraundranga í Öxnadal í öruggum höndum.

Hann býður uppá flotta nýjung hér á íslandi, en það er þyrluskíðun á einhverjum flottustu skíðasvæðum landsins á Tröllaskaga. Síðasta vor var fyrsta skiptið sem þetta hefur verið haldið á Íslandi og með góðum árangri. Hann stefnir á að bjóða uppá þetta aftur í vor og einnig hefur hann farið í venjulegar alvöru fjallaskíðunarferðir t.d. á Jökulfirði á Vestfjörðum.

Myndir


Þín skoðun

Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 12.03.2010 Klukkan 14:46

www.bergmenn.com

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu