30.06.2009 - Fjallamennska

Hrútfjallstindar

Það er auðvitað ekki nóg að fara einu sinni á vori á Hrútfjallstinda, og í þetta skiptið var veðrið æðislegt !

21 manna hópur á vegum Ferðafélags Íslands hélt á Hrútfjallstinda þessa helgi. Þetta er annað árið í röð sem Ferðafélagið stendur fyrir ferð á tindanna, en í fyrra var farin sama leið (sjá grein hér).

Ég sá um fararstjórn í ferðinni og voru mér til halds og trausts með sitthvora línuna Ólafur Örn og Óðinn. Þeir stóðu sig eins og hetjur með línurnar og tókst ferðin mjög vel til.
Gengið var upp Hafrafell frá bílastæðunum við Illukletta, eftir þeim fjallahrygg uppá Hrútfjallið, yfir Vesturtind og þar uppá Norðurtind eða hátind sem er hæsti tindurinn. Þetta er í þriðja skiptið sem við komum að farastjórn á þessa tinda og verður trúelga ekki sú síðasta heldur.

Á sama tíma fór stór hópur á vegum félagsins undir stjórn Haralds Arnars á Hvannadalshnjúk sunnan við okkur og sáum við toppafaranna þar birtast og hverfa þegar við nutum útsýnisins.

Myndir


Þín skoðun

Friðrik Smári skrifaði þann 09.06.2009 Klukkan 08:49

Frábærar myndir. Gummi er greinilega ekki síðri ljósmyndari en fararstjóri. Þakka fyrir stórkostlega og ógleymanlega ferð.

Valgerður Rúnarsdóttir skrifaði þann 09.06.2009 Klukkan 13:10

Stórglæsilegar myndir Guðmundur! Þessar svart hvítu ekki síður. Takk fyrir að setja inn mauramyndina af okkur á Suðurtindinum. Sjáumst síðar.

Engilbert Sigurðsson skrifaði þann 09.06.2009 Klukkan 22:14

Magnaðar myndir hjá þér. Við maurarnir í hlíðum Suðurtinds(6 FÍFL, Olli og Eggert) erum þakklát fyrir að fá að vera með á tveimur.

Tómas Guðbjartsson skrifaði þann 17.06.2009 Klukkan 17:00

Frábærar myndir Guðmundur. Með þeim flottari sem ég hef séð, ekki síst þær svart-hvítu. Vonandi eigum við meðlimir í FÍFL eftir að hitta þig oftar á fjöllum og kannski klífa tind eða tvo. Kveðja Dr. Tommi

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu