27.09.2009 - Annað

Hellar

Við erum búnir að fara 2 hellaferðir nú í haust eftir að hafa skoðað íslensku Hellahandbókina eftir Björn Hróarsson en við skruppum í Tanngarðshelli eftir vinnu einn daginn og svo laugardaginn 26. sept fórum við svo í Búra ofan Þorlákshafnar.

Tanngarðshellir er stuttur, en mjög flottur hellir, þar eru fallegar myndanir og litir í hrauninu að maður vart getur ýmindað sér. En hann er frekar stuttur og því hægt jafnvel að skoða nærliggjandi hella í leiðinni ef maður hefur tíma. Hann heimsóttu Gummi St, Addi og Davíð kvöldið 15. sept.

Búra heimsóttu Gummi St, Addi, Óðinn, Davíð og Hafsteinn laugardaginn 26. sept. Búri er víst með merkilegri hellum sem fundist hafa og það var ekki fyrren árið 2005 sem farið var að fikta í honum! Guðmundur nokkur frá Þorlákshöfn fann hann með því að róta til grjóti frá hellismunanum en hálf þröngt er að fara niður í hann.
Búri er ágætlega langur og er mikið hrunið úr loftinu nær alla leiðina, það er ekki fyrren í seinni hlutanum sem það er slétt gólf sem endar svo í ágætis sigi niður hraunfoss. Á leiðinni sáum við umtalað gat í göngum hellisins, en það eru um 4-5 metrar uppí hann. Til að komast þangað hefði þurft fleyga og jafnvel ísöxi en ég veit ekki hversu mikið rask fylgdi því þar sem veggurinn er mjög sléttur og formaður af hraunstraum.

En auðvitað vorum við komnir þangað til að klára dæmið og við gatið eru bæði fleygar og boltar sem við þræddum og sigum niður á. Þetta voru nú ekki klettaklifuraugu heldur meiri svona iðnaðarboltar með stórum skinnum sem maður batt bara þétt kringum.

Sigið er sagt vera um 17m og komumst við að því að best er að fara vinstra megin niður/upp þegar horft er niður í gatið því þar er minnst hætta á að skemma hraunfossinn, einnig er þar brattara fyrst. Þegar niður er komið eru smá göng sem halda áfram smá spotta en magnað er að horfa upp hraunfossinn og veggina í kring sem eru mjög flottir!

Myndir


Þín skoðun

Klemenz Geir Klemenzson fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 17.12.2009 Klukkan 23:50

Alveg mergjaðar myndir úr Búra. Mikið vildi ég vera fær um að skoða þennan.

Guðmundur Ingimarsson fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 18.12.2009 Klukkan 09:12

Klemmi, afhverju ættir þú ekki að vera fær um skoða búra? Ég skal glaður fara með þig þangað :)

Dagbjört Rúnarsdóttir skrifaði þann 26.04.2011 Klukkan 21:11

Magnaðar myndir!!

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu