Þetta var önnur/seinni fararstjóraferðin okkar í vor á eftir Miðfellstind. Þessi hópur var með okkur á Hrútfjallstindum í fyrra og vildi auðvitað eitthvað meira og flottara sem þau að sjálfsögðu fengu.
Þverártindsegg er hin glæsilegasti tindur og leiðin á hana úr Kálfafellsdal sú al flottasta sinnar tegundar sem farin er reglulega hérlendis.
Leiðin liggur upp úr Eggjardal upp malarhrygg uppí snjólínu og þaðan eftir góðum hliðarhalla skamma leið uppað skriðjöklinum Skrekk sem er orðinn ansi lítill eftir heit undanfarin ár.
Snjórinn í hliðarhallanum er orðin ansi rýr og var sumsstaðar farið yfir ís/möl þess í stað og því var strax tekið á það ráð að fara í brodda til að lágmarka afföll. Á þessum degi voru 5 hópar sem heimsóttu tindinn og vorum við miðjuhópurinn og var því búið að gera för, okkur til mikillar ánægju. Á einum stað á öxlinni sem gengið er upp á eggina sjálfa var fínasta sprunga á vegi okkar og fengum við að klofa yfir hana, fátt er jafngaman að fá að gera á jöklum en að klöngrast klunnalega yfir jökulsprungur. Sprungan fékk hinsvegar engan úr okkar hópi í gogginn þennan dag en bjó til skemmtilega stemmingu hinsvegar.
Veðrið hefði vart geta verið betra, ský á botni Kálfafellsdals og svo þegar komið var uppað Skrekk var algjörlega heiðskýrt og algjört logn. Það hélt sér svo alla leið á toppinn þar sem fólk var mjög léttklætt í um 1 1/2 tíma án þess að kólna.
Gönguferðin tók um 9klst og var haldið gott grill ásamt afmæli þar sem einn meðlimur hópsins sem átti afmæli þennan dag og átti sú eins og við öll frábæran dag.
Guðmundur Litli
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 25.05.2010 Klukkan 23:36
Þetta er dálítið mikið úfnara en þegar ég var þarna 1.maí :)
Milla
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 25.05.2010 Klukkan 23:46
Takk fyrir frábæra ferð geðveikar myndir, það verður erfitt að toppa þessa ferð
Arnar Jónsson
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 26.05.2010 Klukkan 00:52
Jáá.. Broskallinn minn fékk vonandi ykkur til að brosa ;)
´Magga
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 26.05.2010 Klukkan 22:29
Takk fyrir frábæra ferð, þessa verður erfitt að toppa, svo við verðum að finna upp á einhverju öðru næstu hvítasunnu. Fyrst við erum búin að fjárfesta í svona flottum fararstjórum næstu 23 árin, þar til Gummi verður 50 ára ekki satt.??? :)
Gummi St.
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 26.05.2010 Klukkan 23:01
hehe, já við finnum eitthvað hrikalega flott verkefni fyrir næsta ár !
valgerður rúnarsdóttir
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 30.05.2010 Klukkan 10:44
Gummi, þvílíkar myndir sem þú tekur drengur! Gríðarlega flottar. Snilldar sjónarhorn.
skrifa komment