14.11.2010 - Klettaklifur

Kalymnos

"Ykkur er boðið í brúðkaup til okkar út til Grikklands, athöfnin verður á grískri eyju sem heitir Kos"
-#já, bíddu það er nú næsta eyja við Kalymnos, hmm... þarna væri örugglega hægt að nýta ferðina heldur betur#. "Já ég held hreinlega að við komum bara" Var fljótlegt svar.

Í ferðinni voru Gummi, Óðinn, Lalli ásamt Önnu og Röggu. Við skelltum okkur til Kalymnos í 6 daga fyrir brúðkaups vins okkar sem var á næstu eyju við. Eftir að hafa farið þarna fyrir þrem árum vissum við alveg hvurslagt gersemar við vorum að ganga að þarna.
Strax fyrsta daginn um leið og draslið var komið á hótel og við komnir á vespur var haldið beint í Ahri sem er víst fyrsta svæðið sem var klifrað í á sínum tíma og eftir að hafa tekið upphitun var farið beint í Thetis 6b sem við feiluðum duglega á fyrir þrem árum og kláruðum hana með stæl enda geggjuð leið.

Næsta dag var svo farið í Kasteli þar sem auðveldu leiðirnar eru að verða worn-out en kláruðum þar frábæra leið sem við feiluðum einnig á síðast sem heitir Pillar of the sea 6a+.

Þriðji dagurinn var tekin á einu af skemmtilegri svæðunum á eyjunni sem heitir Syblegades rocks. Heilsuðum þar uppá gamlan félaga eða Phineas 5c og þrennuna á east face, Vasillis 5c, Philoxenia 6a+ og Valery&Thomas 5b+ þar sem við tókum ágætis myndir.
Tókum einnig nokkrar nýjar flottar leiðir þarna eins og Drama 6a+ og Opera 6b.

Fjórði dagurinn var tekinn í Odyssey sem er einn af vinsælustu stöðunum enda alltaf nóg um manninn þar. Þar tókum vel á því í nokkrum leiðum eins og Haryvdi 6a+, Mikrotera Kalamarakia 6b+, Poly Retsina No Good 6a omfl.

Fimmti dagur var á Afternoon og Grande Grotta sem eru klikkuð svæði en dáldið stíf, sérstaklega Grande Grotta sem er með flottustu klifursvæðum í heimi. Þar klifruðum við þónokkrar leiðir og tókum myndir en þar ber helst að nefna Blu 6a, Janas Kitchen 6a+ og á Grande Grotta tókum við magnaða leið sem heitir Monahiki Elia 6a+.

Sjötta og síðasta daginn heimsóttum við Poets svæðið og klifruðum það flottar leiðir á borð við Iris 6b, Saxonia 6a, Quando tramonta il sol 6a ásamt Anacreonte sem átti að vera eitthvað mega skemmtileg en við vorum ekki allir sammála um skemmtanagildið í henni. Þennan dag kom einnig thunderstorm sem var nú bara rigning í 3 mínútur og eldingar, svo kom aftur sól. Gummi var akkúrat að klifra Iris 6b þegar rigningin kom en sem betur fer var hann nánast kominn upp og var því nokkurnveginn í skjóli frá þakinu f. ofan leiðarendann.
Þetta var okkar síðasti dagur á Kalymnos í þetta skiptið og þá var ferðinni haldið á eyjuna Kos sem er næsta við hliðiná.

Við notuðum allan tíman sem við gátum til að klifra, en á kvöldin og eftir klifrið skoðuðum við t.d. gamlar Kastala rústir, náttúrlegar myndanir og Pothia sem er hafnarborg Klaymnos og kemur skemmtilega á óvart. Vespurnar eru flottur ferðamáti og er maður enga stund að keyra milli staða á eyjunni.

Eftir þessa 6 daga vorum við sáttir og fórum yfir til Kos í brúðkaup þar sem við hittum fleiri íslendinga og áttum frábæra daga með góðum vinum og við tók vatnasport og sólbaðsmaraþon.

Video

Myndir


Þín skoðun

Anna Katrín fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 17.11.2010 Klukkan 11:55

Auðvitað vantar mig á myndina, ég held á myndavélinni. Gaman að sjá að þarna eru fleiri myndir eftir mig ;)

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::