"Sæll, heyrðu ég var búinn að lofa að láta þig vita þegar ég ætla á Tindaborgina, það gæti orðið um næstu eða þarnæstu helgi eftir veðri" sagði Olli við Gumma í símanum fyrir stuttu. Það þurfti ekki mikið meira til enda er Gummi búinn að tala reglulega um þetta og dauðlanga þarna upp frá því að hann tók almennilega eftir tindinum frá Hrútfjallstindum um árið.
Tindaborg er bergkambur sem rís norðan Hvannadalshnúks og nær um 1700m hæð. Aðkomuleið okkar lá um Virkisjökulsleið á Hnúkinn, þar sem beygt var norður yfir Hvannadalshrygg undir Dyrhamri þar sem Gummi ákvað að setja inn facebook status og þar í átt að Svínafellshrygg, niður og yfir slétta skál og norðurfyrir Tindaborgina þar sem vænlegra er að klifra hana þeim megin.
Ferðin upp gekk vel þar sem 10 manns óðu af stað upp Virkisjökulinn kl. 3 á föstudagskvöldið. Þegar á Svínafellshrygginn var komið varð Gummi hinsvegar skyndilega hálf orkulaus. Við héldum áfram norðurfyrir Tindaborg og vorum komnir þangað kl. 13 og þar var dálítill skafrenningur svo að nokkrir fóru að byggja snjóhús á meðan Olli og Óðinn ásamt fleirum settu upp leiðina uppá tindinn.
Olli og Óðinn kröfsuðu sig upp ~70m langa snjóklifurbrekku í stans þar sem 30m með hliðrun af ísfrauði voru eftir á tindinn. Þónokkur skafrenningur og spindrift var í brekkunni og án skíðagleraugna voru menn hálf blindaðir á köflum. Óðinn tók þá síðustu sem var svolítið "funky" að tryggja, en hann kom fyrir 3 álprófílum sem snjótryggingum og góðri ísskrúfu undir toppnum sem var svo skilin eftir til að síga niður á. Tindurinn er svipað stór og góð seta á skrifborðsstól svo að það passar ágætlega að setjast á hnén ofaná hann og horfa í kringum sig. Þegar Óðinn var lagður af stað í lokakaflann var Gummi orðinn hress aftur eftir næringarfræðilega endurlífgun og kom upp. Á eftir Óðni fór Olli og svo Gummi. Eftir þetta var klárt toprope á tindinn og héldu Olli og Óðinn niður í mat og hvíld meðan Gummi tryggði hina 7 upp. Allir 10 komust á toppinn og var farið að rökkva þegar því var lokið. Eftir þetta hélt Gummi kaldur niður í snjóhús eftir að hafa hangið kyrr að tryggja í millistansinum og fékk sér að borða á meðan Olli kom upp og losaði dótið. Skildar voru eftir 2 ísskrúfur til að síga niður sitthvora spönnina.
Þegar öllu var lokið við Tindaborgina var komið myrkur og höfuðljósin voru sett upp og þrammað var niður. Niðurgangurinn gekk þokkalega og komum við niður í bíl kl. 3 um nóttina, akkúrat 24 tímum eftir að við lögðum af stað.
Óðinn
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 29.03.2011 Klukkan 16:50
Þegar ég lít yfir myndirnar í heild sinni þá sakna ég þess að hafa ekki eins og eina góða hópmynd, gott að vera vitur eftir á :)
Gummi
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 29.03.2011 Klukkan 16:55
Já, en það er svona að leggja af stað í myrkri og ganga til baka í myrkri
Arnar Páll
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 31.03.2011 Klukkan 13:21
Flottar myndir
Steinar Sig.
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 04.04.2011 Klukkan 23:17
Frábærar myndir. Hvernig liggur leiðin ykkar inn í skálinua? Komið þið inn eftir brekkunni hér?: http://www.flickr.com/photos/steinarsig/5280268600/in/set-72157625519360963
Gummi St.
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 05.04.2011 Klukkan 00:01
Mig grunar að myndin frá þér sé tekin neðar en við vorum, við hliðruðum bara beint frá neðri Dyrhamri yfir Svínafellshrygginn og þar niður í síðustu skálina og austurfyrir Tindaborg. Á annars track af þessu ef þú vilt vita það nánar
Hédi K.
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 08.05.2011 Klukkan 23:57
That was a very long trip !
Nice pictures !
skrifa komment