Eldgos
Elgos hófst á Fimmvörðuhálsi fyrir stuttu og varð það gott innlegg í þjóðfélagsumræðuna sem var kominn á mjög slæmt stig. Mikill straumur ferðamanna var að gosstöðvunum sem var orðinn heitasti reitur íslands. Aldrei hafa fleiri komið á fimmvörðuháls á jafn stuttum tíma.
Við heimsóttum gosið og nágrenni þess í nokkur skipti á allavega farkostum. Gangandi, bæði úr Goðalandi og Skógum, á sleðum sem og þyrlu. Nóg af myndum er til af þessu og ýmsir hafa birt flottar myndir af atburðinum.
Þegar þessu gosi lauk hófst svo nýtt eldgos í toppgíg Eyjafjallajökuls með tilheyrandi látum sjónarspili. Mikill viðbúnaður tók strax völdin og var m.a. rýmd svæði undir Eyjafjöllum, vegum lokað og nær öllum flugvöllum í Evrópu lokað vegna gossins. Margir segja til viðmiðunar að Hitler tókst á einu ári að loka þrem flugvöllum í Englandi, en það tók Ísland, hálftíma að loka nær öllum flugvöllum í Evrópu.
Við skelltum okkur í ljósmyndatúr að ná næturmyndum af nýja gosinu þar sem það var mikil gjósku og eldingavirkni í gosinu. Gott útsýni var í góðu veðri og voru myndirnar eftir því.
Myndir
Þín skoðun
Guðbjörg
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 11.04.2010 Klukkan 12:12
flottar myndir hjá þér frændi
Marta
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 19.04.2010 Klukkan 14:34
Geggjaðar myndir :o)
Gummi St.
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 19.04.2010 Klukkan 18:37
Setti fleiri myndir af eldingunum á http://www.flickr.com/photos/gummistori
DJÖ
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 20.04.2010 Klukkan 08:51
Þið getið líka séð fleiri myndir frá mér úr næturferðinni hér:
http://www.flickr.com/photos/dogmundsson
Gummi St.
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 17.08.2010 Klukkan 22:38
takk
skrifa komment