16.05.2006 - Fjallamennska

Snæfellsjökull

Við fórum 5 saman á Snæfellsjökul á laugardaginn. Gummi Stóri, Óðinn, Lalli, Jón H. og Þórhallur, fengum alveg einstaklega gott veður, algjörlega heiðskýrt og mjög hlýtt og kyrrt.

Þrömmuðum bara upp fjallið á einum og hálfum tíma, fórum svo uppá topp í smá stund, fórum síðan að leika okkur í ísklettinum fyrir neðan (minni kletturinn). Það var mjög erfitt að klifra í þessu, því þetta var bara frosinn snjór, en ekki ís þannig að það var t.d. óhugsandi að leiða þetta heldur skelltum við bara upp "top-rope" og lékum okkur af því að klifra og síga niður í smá stund.

Þegar við vorum síðan komnir niður hafði snjórinn blotnað svo mikið að það var næstum ófært til baka vegna þungfærðar... en það hafðist nú auðvitað, enda á þrusubíl.

Myndir


Þín skoðun

Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 16.05.2006 Klukkan 19:56

Þetta var þrusufínt... Þegar veðrið er svona flott er um að gera að nota þetta fjall í gönguferðina, auðvelt, flott, gott útsýni og hægt er að láta keyra sig upp... (WTF?)

lalli skrifaði þann 16.05.2006 Klukkan 20:43

þetta var geðveikt gaman en hvað er næstu helgi

Arnar fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 17.05.2006 Klukkan 00:37

Keyra.. humm... eitthver leti í mönnum í sólinni hehe.. ;)

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu