Skruppum 2 í smá helgarferð daganna 1. og 2. sept. Gengum á 4 tinda, byrjuðum á Kirkjufelli í Grundafirði, um kvöldið var það síðan Drápuhlíðarfjall sunnan við Stykkishólm. Lentum í smá myrkri á leiðinni niður af Drápuhlíðarfjalli, en það bjargaðist vel, og fórum á hótel Stykkishólm yfir nóttina.
Daginn eftir var ætlunin að fara vestur á firði og ganga á Lambatind, en veðrið leyfði ekki ferð þangað, þannig að við skruppum á Hestfjall í Borgarfirði (smá hóll) og síðan á Litla-Björnsfell í kaldadal (sunnan við Þórisjökul).
Gummi Stóri fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 18.09.2006 Klukkan 19:09
Gleymdi auðvitað að taka það fram að tófan er að sjálfsögðu enn þarna í Kirkjufellinu!
Halldór skrifaði þann 19.09.2006 Klukkan 09:53
Frábært hjá ykkur, og fínar myndir. Kveðja, Halldór.
lurkur fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 22.09.2006 Klukkan 19:27
Góður, ekkert smá flotar myndir marr!
Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 24.10.2006 Klukkan 13:22
Ný útgáfa af síðunni er væntanleg, þá koma einnig nýjar færslur í ljós...
Frikki skrifaði þann 20.11.2006 Klukkan 09:45
Hverning var að klifra Kirkjufellið í Grundarfirði? Hef lengi viljað fara þarna upp, en ekki gert það enn. :(
Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 10.01.2007 Klukkan 23:00
Kirkjufellið er bara að rata rétta leið og að vera óhræddur við að nota hendurnar á kaðlanna sem eru þarna... Og já... ekki vera lofthræddur ;) kveðja, Gummi St.