07.01.2007 - Ísklifur

Mix-klifur

Gummi, Addi og Óðinn skelltum okkur á mixed rock and ice klifurnámskeið í Múlafjalli undir leiðsögn Jökuls Bergmanns fjallaleiðsögumanns. Með þessari þekkingu er hægt að lengja veturinn í báðar áttir umtalsvert. Þetta er tækni sem er notuð til að klifra í litlum eða engum ís, en samt notast við sama útbúnað og er notaður í ísklifrinu... þaraðsegja brodda og ísaxir.Þetta var þrususkemmtilegt og krefjandi, og er þetta eitthvað sem við eigum eftir að blanda við klifurmynstur okkar í framtíðinni.

Við settum upp 2 akkeri fyrir ofan leiðir í Múlafjalli þar sem við fengum að spreyta okkur í mix-klifri eða "dry-tooling" eins og sumir vilja kalla það. Að lokum prufuðum við að smella upp línu hjá Pabbaleiðinni sem er við hliðina á leiðinni Íste - og fengum við að prufa hana. Eftir fyrsta haftið þar missti ég aðra exina og náði samt næstum því að klára leiðina á hinni, en náði því samt ekki... helvítis aumingjaskapur hehe

Þegar menn eru búnir að ná sæmilegum tökum á ísklifrinu er fínt að skella sér á svona námskeið til að víkka klifurtæknina hjá manni, því hér skiptir máli að nota líkamsþyngdina og allskyns tækni til að festa axirnar í sprungum og nibbum sem þú finnur í klettunum.

Myndir


Þín skoðun

Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 10.01.2007 Klukkan 19:18

það geta ekki allað klifrað doggystyle? enda eru menn mis heilir í hausnum... hehe

Gunna skrifaði þann 13.01.2007 Klukkan 13:56

Frábærar myndir. Það er gaman að fylgjast með ykkur - svona úr fjarlægð.

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu