Gummi og Þórhallur fóru 2 uppí Kerlingafjöll á föstudagskvöldið. Við gistum í skálanum og smelltum okkur í göngu á laugardagsmorgnin. Þórhallur er nú rúmlega hálfnaður með "151 tinda" prógrammið sitt á tæplega einu og hálfu ári!
Það var alveg ótrúlega gott veður, varla sjáanlegt ský á lofti og sáum við vel yfir Langjökul, Hofsjökul, Vatnajökul, Heklu, Eyjafjallajökul, Eiríksjökul, Geitlandsjökul og alveg fullllt í viðbót sem ég ætla ekki að tauta um hér.
En við byrjuðum á Loðmundi, þetta er bara svona skriðuganga þangað til að komið er uppað klettunum (þá leið sem við fórum) en klettarnir eru mjög lausir, þannig að það ber að fara mjög varlega.
Svo gengum við svona hálfgerðan "hring" og tókum alla toppana í honum, en aðal tindarnir voru auðvitað Loðmundur og Snækollur.
Linda Skvísa fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 25.08.2006 Klukkan 19:23
GEÐVEIKAR myndir og rosalega flott útsýni þarna ;) já toppurinn á Snækolli, hehe hann er flottur
Henry A Halfdansson skrifaði þann 25.08.2006 Klukkan 19:29
Frábærar myndir hjá þér en þið hafið fengið stórkostlega fína ferð.
Oddur Friðriksson skrifaði þann 09.11.2006 Klukkan 16:45
Skoðaði myndirnar, næsti tindur sem þú manst ekki hvað heitir ber nafnið Snót
Gummi St. skrifaði þann 18.12.2006 Klukkan 19:01
takk fyrir það Oddur, hefur verið lagað!