Það kom að því að næsta alvöru ferð væri farin! Ég, pabbi og Þórhallur skelltum okkur norður á Akureyri á föstudeginum því á laugardeginum var hápunktur útivistarsumarsins - sjálfur Glerárdalshringurinn en hann er um 50km langur og er heildarhækkunin rétt um 4000metra !
Ferðin var í alla staði glæsileg, hátt í 70 manns lögðu af stað frá skíðahótelinu við rætur Hlíðarfjalls kl. 8 á laugardagsmorgun í þrem mismunandi hópum, skipta eftir gönguhraða.
Hópurinn dreifðist mjög mikið fljótlega og var ég með þeim öftustu í honum til að njóta útsýnisins sem best og taka myndir. Enda ekkert smá útsýni og einstaklega gott veður ! Ég kláraði hringinn á 23 tímum og var bara mjög ánægður með það, enda orðinn hálf þreyttur. Við vorum þrjú sem gengum saman seinni hluta ferðarinnar og voru þau alveg einstaklega góðir ferðafélagar og þakka ég þeim innilega fyrir frábæra ferð!
Veðrið var alveg fáránlega gott, Rosalega bjart og fallegt yfir þegar komið var uppúr skýjunum, það var svo lyngt að það blés varla úr nös. Verst að ég gleymdi að taka með mér sólarvörn, þannig að ég er hálf rauður... en það er bara flott... hehe
Ég lagði mig svo aðeins á sunnudagsmorgninum áður en við héldum síðan heim. Keyrðum suður Kjalveg, enda algjörlega heiðskýrt yfir hálendinu, hendi kannski inn einhverjum myndum á ljósmyndahluta síðunnar frá þeim slóðum.
helen skrifaði þann 13.07.2007 Klukkan 09:04
nice photos. looks like a nice trip - anything planned for this weekend!? (my car has just had suspension fixed - I am ready to roll again!) would be interested to join you guys. if you want to come to Snæ this is great, but i could also travel to meet you elswhere happy tramping!
Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 13.07.2007 Klukkan 09:14
Hi Helen, We are going to Greece on saturday morning... going rock climbing in Kalymnos island
Daði skrifaði þann 23.07.2007 Klukkan 15:29
Virkilega skemmtilegar myndir.
Jónsi fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 30.07.2007 Klukkan 23:01
Fræbærar myndir, ég var einmitt að hneykslast af gaurnum með þessa risastóru myndavél "vá hvernig nennir hann að drösla þessu með sér". Núna sé ég afhverju, hreint út sagt magnaðar myndir, haha náðir meira að segja mynd af mér að detta á rassgatið í einni brekkunni :D
Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 31.07.2007 Klukkan 23:26
Þakka þér fyrir, ég fíla alveg í botn að fara svona flottar leiðir með alvöru vél og taka bara sinn tíma í að taka myndir og njóta útsýnisins. Þetta er alveg hreint magnað land sem við búum á !