Það var ýmislegt gert í sumar þó svo að það hafi ekki endilega komið eiginleg frétt um það. Ég fór á ýmsa staði á landinu aðallega með Þórhalli sem var mjög duglegur að taka mig með í ferðir í sumar. Þar má t.d. nefna Dyrfjöll, Snæfell, Trölladyngju, Kollóttudyngju, Prestahnjúk, Geitlandsjökul ofl. Einnig tókst mér með naumindum að draga strákana með á Tindfjöll, en Addi og Lalli komu með mér þangað í frekar skemmtilegu veðri. Ótrúlegt hvað jökullinn þarna er algjörlega búinn... bara smá skafl eftir.
Ég hef auðvitað póstað stærstu ferðunum sem ég fór í sumar en það var Glerárdalshringurinn, Kalymnos og Þverártindsegg. Ég var nokkuð sáttur með myndirnar úr þeim ferðum, þið getið skoðað þetta alltsaman ef þið hafið áhuga.
Arnar fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 28.09.2007 Klukkan 14:07
jaa.. ég mundi nú ekki segja að þú hafir dregið mig með naumindum á Tindfjöll þar sem ég stakk uppá þeirri ferð ;)
Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 28.09.2007 Klukkan 14:17
ef ég man rétt að þá vildir þú frekar fara í klettaferð
Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 11.10.2007 Klukkan 08:34
kominn tími á aðra ferð !