27.09.2007 - Fjallamennska

Sumarið 2007

Það var ýmislegt gert í sumar þó svo að það hafi ekki endilega komið eiginleg frétt um það. Ég fór á ýmsa staði á landinu aðallega með Þórhalli sem var mjög duglegur að taka mig með í ferðir í sumar. Þar má t.d. nefna Dyrfjöll, Snæfell, Trölladyngju, Kollóttudyngju, Prestahnjúk, Geitlandsjökul ofl. Einnig tókst mér með naumindum að draga strákana með á Tindfjöll, en Addi og Lalli komu með mér þangað í frekar skemmtilegu veðri. Ótrúlegt hvað jökullinn þarna er algjörlega búinn... bara smá skafl eftir.

Ég hef auðvitað póstað stærstu ferðunum sem ég fór í sumar en það var Glerárdalshringurinn, Kalymnos og Þverártindsegg. Ég var nokkuð sáttur með myndirnar úr þeim ferðum, þið getið skoðað þetta alltsaman ef þið hafið áhuga.

Myndir


Þín skoðun

Arnar fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 28.09.2007 Klukkan 14:07

jaa.. ég mundi nú ekki segja að þú hafir dregið mig með naumindum á Tindfjöll þar sem ég stakk uppá þeirri ferð ;)

Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 28.09.2007 Klukkan 14:17

ef ég man rétt að þá vildir þú frekar fara í klettaferð

Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 11.10.2007 Klukkan 08:34

kominn tími á aðra ferð !

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu