Ég fór með pabba og Þórhalli á Lómagnúp á laugardaginn. Við fórum austur að saxa á fræga listann hans Þórhalls. Lómagnúpur varð fyrir valinu þessa helgi enda eru flestallir tindarnir sem eru eftir í suður-Vatnajökli. Í fyrstu ætluðum við að stytta okkur leið og fara upp gil og þar um snjólínu sem við vorum búnir að koma auga á en þegar alveg að henni var komið vantaði skyndilega 20 metra í leiðna og var algjörlega þverhnípt gil niður.
Þar sem við vorum ekki með 20m álstiga með okkur þurftum við að snúa við og fara um aðra mun lengri leið. Sú leið liggur inn dal sem var síðan fullur af mjúkum snjó og sáum við þar mikið eftir snjóþrúgunum sem urðu eftir niðri í bíl.
Eftir um 11 tíma af vitleysisgangi og síðan rölti upp á tind vorum við komnir aftur niður í bíl frekar svangir þar sem við tókum aðeins með okkur einn kexpakka í nesti þar sem við héldum að þetta væri ekki meira en svona 4 tíma rölt. En við vorum það seinir niður að fyrsta búllan sem var opin á leið okkar var N1 stöðin í Ártúnsbrekku !
björgvin kristofersson skrifaði þann 18.06.2008 Klukkan 21:46
gaman og froðlekt að sja