05.09.2009 - Fjallamennska

Hlöðuvík

Við héldum á vit ævintýranna norður á strandir þann 12. ágúst. Keyrðum þrír saman, Gummi St. Gummi SI og Palli norður í Árneshrepp og stefnan var tekin á Lambatind ef veður leyfði. Því miður var þoka á svæðinu eins og svo oft en í staðinn gengum við á Reykjaneshyrnu í þoku, kíktum í sund á Krossnesi og skoðuðum þvínæst gömlu síldarverksmiðjuna á Ingólfsfirði.

Eftir að þetta svæði var stimplað afgreitt í bili var haldið inn í Ísafjarðardjúp þar sem við hittum Jón H. og Halla þar sem þeir voru búnir að koma sér vel fyrir í tjaldi þar sem við sváfum áður en við fórum norður í Hlöðuvík.

Daginn eftir vorum við svo sóttir á bryggjuna við Bæji þar sem Jónas í Æðey skutlaði okkur yfir í Hlöðuvík. Sú ferð tók ekki svo langan tíma og gaman var að skoða þetta svæði svona frá sjó.

Við komum í Hlöðuvíkina um hádegi og vorum við fljótir að koma dótinu inn og fara eitthvað á flakk þar sem veðrið var bara mjög gott. Strax fórum við að hugsa hvað við gætum nú gert af okkur og voru ýmsar hugmyndir í gangi en við enduðum á að ætla að fara að skoða ána sem endaði með geggjaðri ferð yfir Álfsfellið.

Næsta dag gengum við yfir í Hornvík í rólegheitunum, hittum þar landvörðinn Jón Björnsson ásamt hjálparmanni þar sem hann var að ganga frá nýju landvarðahúsi. Þar spjölluðum við dáldið við hann og benti hann okkur á skemmtilega leið til baka yfir í Hlöðuvíkina sem liggur við fjallið Darra sem er þar á milli. Auðvitað fórum við þessa leið sem var mjög skemmtileg þrátt fyrir þokuna og gengum við þrír uppá Darra í leiðinni sem var mjög stuttur útúrdúr.

Næsta dag vorum við heldur rólegri, þó vaknaði Jón snemma og stökk uppá Kaldárnúp en við hinir sváfum út og við Gummi fórum svo í ljósmyndaleiðangur um fjöruna og næsta nágrenni.
Síðasta daginn var gengið yfir Hlöðuvíkurskarð í Veiðileysufjörð þar sem við vorum sóttir á leiðinni heim.

Ferðin var mjög vel heppnuð og skemmtileg, fullt af myndum voru teknar og síðasta kvöldið grilluðum við okkur dýrindis hrefnusteik.

Við þökkum staðarhöldurum kærlega fyrir okkur, þessi ferð verður okkur ógleymanleg!

Myndir


Þín skoðun

Lúðvík B. Ögmundsson fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 10.09.2009 Klukkan 21:09

Sæll Gummi, Flottar eru myndirnar. Það eru tvær smá villur í textanum hjá þér. Ein er að þar stendur: "skoða þetta svæði svona frá landi." en hlýtur að vara "frá sjó" Hin er nafngift á fjalli en þar stendur:"Kaldárnúp" en á að vera Kjalárnúp" Kveðja Lúðvík

Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 10.09.2009 Klukkan 21:45

Takk fyrir það! Ég leiðrétti textana, þetta kemur fyrir þegar maður er að reyna að smíða texta við myndaseríurnar..

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu