16.10.2005 - Ísklifur

Ganga um Eyjafjöll

Tilraun til ísklifurs í Gígjökli 16. okt 2005
Ég, Addi og Halli bróðir lögðum af stað að Gígjökli á sunnudaginn, við fórum á BMW 318 fjallabílnum auðvitað, og við hefðum nú alveg mátt segja okkur það að þegar það rignir svo mikið á suðurlandi að heilu bæjarfélögin eru komin á flot að þá er svoldið mikið í ánum sem maður þarf að vaða yfir..

En allavega þá fórum við bara af stað og komum síðan á þórsmerkurveginn. Svo komum við að stærsta vaðinu fyrir Gígjökla-lónið og það lítur bara EKKI VEL ÚT! Við vorum kyrrir þarna fyrir framan það í dágóða stund að hugsa um hvort við ættum að fara yfir, okkur leist báðum frekar illa á þetta, þannig að við enduðum bara í smá gönguferð þarna um svæðið.

Fórum við í ágætis göngutúr þarna uppí Eyjafjöll, fórum uppá smá hól sem stendur þarna, og einnig skoðuðum við gjá sem ein á rennur í gegnum.

Myndir


Þín skoðun

Gummi Stóri fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 01.01.2006 Klukkan 23:51

testing

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu