Ég fór á laugardeginum á Stóra Björnsfell með Þórhalli, Stefáni og Gunnari tind-átum. Veðrið var alveg geggjað, aljgjörlega heiðskýrt mestallan daginn þó að það hafi verið ansi kalt fyrri partinn. Við gengum einhverja 17 km leið frá línuveginum úr hlíðum Skjaldbreiðs alveg uppá Stóra Björnsfellið og í kringum gíginn sem er þarna uppá toppnum.
Ég fór aðeins aðra leið en þeir upp snjólínu í einu gilinu þarna, tók einnig eftir einum ágætis ísfossi sem ég hefði alveg verið til í að fara upp ef ég hefði verið með félaga í það og allan búnað. Hann var að vísu ekki stór, en alveg ásættanlegur samt, allavega svona á leið annað.
Svo fékk Stefán að koma með mér sömu leið niður og fékk aðeins að prufa hvernig á að ganga niður brattann snjó með ísaxarbremsu ásamt hliðrun um nokkra metra í bröttu harðfenni, þar sem við komum niður að svona 15m hárri hengju og þurfum að sneiða framhjá henni.