11 meðlimir Íslenska alpaklúbbsins mættu til leiks í ísklifur í Grafarfoss / Granna á sunnudag. Veðrið var alveg til fyrirmyndar, Grafarfossinn var heldur blautur þannig að við snerum við úr honum, enda skein sólin líka beint á hann. Nokkrir léku sér í Grannanum við frábærar aðstæður og einnig prufuðum við nokkrir að bouldera smá mix þarna á milli fossana, það var mjög fínt, hefði samt verið til í að hafa toprope þarna til að fara svoldið hærra...
Þetta var líka allavega fínt til að teyjga úr sér og koma sér í gang aftur eftir fallið.
Gísli Hjálmar skrifaði þann 18.01.2007 Klukkan 15:59
Þetta er almennilegt strákar ... flottar myndir!