16.06.2007 - Fjallamennska

Hnúkurinn

Við Addi fórum með 8 hrausta menn á Hvannadalshnúk á laugardeginum 19. maí. Við lögðum af stað úr bænum um kl. 1 á föstudagskvöld. Komum austur í Skaftafell, fengum okkur að borða og lögðum síðan strax af stað upp Sandfellið.

Við vorum ca. 12 tíma bæði upp og niður, enda var haldið vel áfram allan tímann. Mikið var af fólki á þessum degi og held ég að það hafi verið hátt í 200 manns sem fóru þarna upp! Veðrið var bjart, en mjög hvasst var uppá jöklinum sjálfum. Það er hinsvegar gott kælikerfi þannig að það var bara vaðið áfram upp brekkuna.

Við þökkum ferðafélögum okkar kærlega fyrir góðan dag á fjöllum og vonumst til að þeir haldi áfram á sömu braut og skelli sér á flotta nærliggjandi tinda þarna í nágrenninu, enda á miklu að taka og rosalegt útsýni á mörgum þeirra.

Myndir


Þín skoðun

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu