Hraundrangi

Fjöldi skr.leiða: 2 Gæði svæðis: ststststst
Aðkoma að leiðum: 120 Aðkoma frá RVK: 4,5

Almennt

Hraundrangi gnæfir yfir Öxnadal og Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu í 1075 metra hæð yfir sjó. Lengi fram eftir öldum var dranginn talinn ókleifur og spunnust um hann margar þjóðsögur. Ein þeirra segir frá því að á tindinum væri kútur fullur af peningum og skyldi hann falla þeim í skaut er fyrstur klifi Hraundranga. Það var ekki fyrr en 5. ágúst árið 1956 að mönnum tókst að klífa drangann. Þar voru á ferð Finnur Eyjólfsson, Sigurður Waage og Bandaríkjamaðurinn Nicholas Clinch. Þegar upp var komið beið þeirra þó enginn digur sjóður, en að öllum líkindum voru þeir ekki á höttunum eftir þess konar auði með athæfi sínu. Hraundrangi hefur hlotið frægð sína aðallega af lögun sinni. Hann er gífurlega oddhvass en uppi á toppnum er innan við hálfs fermetra flötur og því tæplega pláss fyrir einn mann að standa. Hraundrangi myndaðist skömmu eftir ísöld í miklu berghlaupi, en í berghlaupi hrynur hlíðin bókstaflega utan af fjalli og eftir stendur harðara berg sem í þessu tilfelli er Hraundrangi.

Aðkoma

Vanalega þegar dranginn er klifraður þá gengið á hann frá bænum Staðarborg í Hörgárdal þar sem hlíðinn er ekki eins brött. Hafa skal í huga að þegar dranginn er klifraður snemma sumars þá geta leinst brattar snjóbrekkur íð aðkomunni sem geta verið erfiðar yfirferðar án brodda og axar.

Myndir

Leiðir


Notice: Undefined variable: eng in /var/www/virtual/climbing.is/old/htdocs/functions.php on line 751
Dreifing gráða:
         
 

Skráðu þig inn






Sækja um aðgang