Lóndrangar

Fjöldi skr.leiða: 1 Gæði svæðis: ststststst
Aðkoma að leiðum: 10 Aðkoma frá RVK: 2,5

Almennt

Lóndrangar eru tveir basaltklettadrangar, fornir gígtappar er rísa stakir og formfagrir úti við ströndina á sunnanverðu Snæfellsnesi, skammt austan Malarrifs en um 10 km vestan við Hellna. Hærri drangurinn er 75 m á hæð og er sagt að Ásgrímur Bergþórsson hafi klifið hann manna fyrstur árið 1735. Sá minni er 61 m hár og var fyrst klifinn 1938 að því er best er vitað.

Þessir tveir gígtappar eru leifar gosmalarfyllingar úr gíg sem í vefjast basaltgöng en brimið hefur sorfið burt sjálft eldvarpið utan móbergið í Svalþúfu, leifar af austurhluta gígbarmsins. Nokkuð varp er í Lóndröngum, þar er rita og langvía og fýlar. Lundar verpa í brekkum ofan við bjargbrúnir og örn verpti fyrrum á hærri drangnum.

Áður fyrr var útræði við Lóndranga og var lendingin fyrir austan hærri dranginn, þar sem heitir Drangsvogur. Sagt er að þaðan hafi verið gerð út tólf skip þegar mest var.

Aðkoma

Hægt er að að leggja bílnum á tveimur stöðum og ganga síðan þaðan. Annars vegar vestan við drangana við Þúfubjarg þar sem bílastæði fyrir það svæði. Betra er kannski þó að leggja austan við drangan hjá Malarrifsvita. Klifrið hefst svo austan við drangan.

Myndir

Leiðir

Klettayfirlit ekki virkt enn.
 

Skráðu þig inn






Sækja um aðgang